SKILMÁLAR & SKILYRÐI

Skilmálar og Skilyrði / Útg. 1,0 · Gilda frá 31. maí 2017

Vinsamlegast kynntu þér vandlega eftirfarandi Skilmála og Skilyrði í heild, sem gilda fyrir notkun á passinn.is. Sjá einnig Viðbótarskilmála vegna lögaðila (fyrirtækja) neðar í þessu skjali.

Passinn.is er í eigu Kynningarboða ehf., kt. 521214-0230, Ármúla 4-6, 108 Reykjavík, (hér á eftir nefnt Passinn). Leyfi þitt að nota vefinn er háð því að þú skiljir þessa skilmála og samþykkir þá. Hér á eftir verður þú nefndur notandi. Notfæri notandi sér þjónustu vefsins og skoðar upplýsingar sem Passinn veitir á Internetinu er litið svo á að hann bæði skilji og samþykki notendaskilmálana. Passinn áskilur sér rétt til að gera breytingar á skilmálum þessum, einhliða og fyrirvaralaust. Allar breytingar Passans verða kynntar á vef hans, og með tölvupósti til fyrirtækja. Ef notandi notar passinn.is og/eða þjónustu eftir að breytingarnar hafa verið kynntar, er litið svo á að notandi bæði skilji og samþykki breytingarnar. Því hvetur Passinn notanda að kynna sér hvort breytingar hafa átt sér stað á skilmálunum í hvert sinn sem hann skoðar passinn.is eða færir sér í nyt þjónustu vefsíðunnar.

 

ALMENNT

1. Öll notkun og viðskipti sem fara fram á vefsíðunni passinn.is eru háð skilmálum og skilyrðum þessum (hér eftir nefndir skilmálar). Samkvæmt skilningi á umræddum skilmálum telst vefsíða vera upplýsingar sem dreift er á heimsvísu með Hyper Text Transfer Protocol (HTTP staðli) um Transmission Control Protocol/Internet Protocol (TCP/IP) netið, sem líka er nefnt Internetið.

2. Skilmálar þessir gilda á milli notenda og Passans. Á Internetinu rekur Passinn þjónustu- og markaðssetningarvefsíðuna passinn.is fyrir passa. Sú vefsíða og aðrar vefsíður sem Passinn veitir aðgang að gegnum eða í tengslum við passinn.is, hugbúnaður á vefsíðunum, tölvupóstur svo og sendingar og efni sem notandi fær aðgang að, verður hér á eftir nefnt vefurinn. Upplýsingar og þjónusta á vefnum, eða í tengslum við vefinn, verður hér á eftir nefnt þjónustan. Skilmálarnir ná yfir notkun á þjónustunni sem vefirnir bjóða. Athuga ber að í þessu sambandi heyrir það til notkunar þó að notandi skoði eingöngu þjónustuna sem vefirnir hafa upp á að bjóða.

3. Skilmálar þessir koma í stað og gilda framar öllum samningum, yfirlýsingum eða venjum sem kunna að vera fyrir hendi milli notanda og Passans, sem veitir þjónustuna, nema annað sé sérstaklega tekið fram. Skilmálarnir gilda til fyllingar öllum öðrum skilmálum og samningum sem finna má eða eru gerðir á vefnum eða í tengslum við vefinn, nema annað sé sérstaklega tekið fram.

4. Íslensk lög gilda til úrlausnar í ágreiningsmálum sem kunna að koma upp vegna skilmálanna eða notkunar á þjónustunni. Takist ekki sættir um ágreiningsmál skal mál rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

5. Verði einstakir hlutar skilmála þessara taldir ógildir af þar til bærum yfirvöldum eða dómstólum skal það ekki hafa áhrif á gildi skilmálanna að öðru leyti.

6. Vilji notandi koma á framfæri tilkynningum til okkar á grundvelli skilmálanna skulu þær vera skriflegar og sendar til þjónustustjóra okkar á netfangið passinn@passinn.is. Tilkynningar teljast mótteknar þegar staðfesting um móttöku berst sendanda.

7. Þegar tekið er fram í skilmálum þessum að efni, svo sem tilkynningar eða samþykki, skuli vera skriflegt nægir að það sé sent með rafrænum hætti.

8. Öll brot gegn skilmálum þessum veita Passanum heimild til að loka á aðgang viðkomandi aðila.

9. Allir gestir sem gerast notendur með því að skrá sig inn gerast með því meðlimir passinn.is.

 

TAKMARKANIR VEGNA ALDURS O.FL.

1. Aðgangur að vefnum og notkun er aðeins fyrir þá sem eru 18 ára og eldri, eru lögráða, sjálfráða og fjárráða og búa yfir þroska, reynslu og skilningi að því marki sem nauðsynlegt þykir til að nota þjónustuna. Passinn ber enga ábyrgð á því ef aðilar sem ekki uppfylla framangreind skilyrði nota þjónustuna án heimildar.

 

UPPRUNI ÞJÓNUSTUNNAR OG BREYTINGAR Á HENNI

1. Passinn áskilur sér rétt til að birta auglýsingar á skilgreindum auglýsingasvæðum á vefnum.

2. Vefsíður Passans, netforrit, vinnsluaðferðir og notendaviðmót eru vernduð af íslenskum og erlendum lögum og reglum um hugverka- og einkaréttindi, að höfundalögum nr. 73/1972 meðtöldum.

3. Þjónusta vefsins er endurskoðuð og endurnýjuð reglulega, með hliðsjón af tilgangi hans og markmiðum eins og kemur fram í skilmálum þessum, þess vegna getur þjónustan breyst fyrirvaralaust.

 

ÁBYRGÐ Á VEFNUM OG ÞJÓNUSTUNNI

1. Passinn getur ekki ábyrgst gæði þjónustunnar, t.d. hraða hennar eða að ekki sé byggt á úreltum, röngum eða ófullkomnum upplýsingum. Aðilar sem halda utan um þjónustuna bera ábyrgð á henni eftir almennum reglum. Verði Passinn þess áskynja að gæði þjónustunnar reynist ekki fullnægjandi mun ávallt verða leitast við að bæta úr því á sem skjótastan hátt. Notandi er hvattur til að senda Passanum ábendingar um það sem betur mætti fara.

2. Passinn gefur notanda leyfi til að nota þjónustu passinn.is. Passinn ábyrgist þó ekki á neinn hátt að þjónustan sé fullnægjandi fyrir einhver tiltekin afnot; að hún gæti brotið gegn hugverkarétti eða öðrum rétti þriðja aðila eða uppfylli opinberar kröfur. Hið sama á við um upplýsingar eða þjónustu veittar af öðrum aðilum sem nefndir eru eða vísað er í á vefnum eða í tengslum við hann, m.a. gegnum tengla.

3. Passinn tekur ekki ábyrgð á fjárhagslegu, ófjárhagslegu eða andlegu tjóni af neinu tagi sem notandi eða aðrir kunna að verða fyrir vegna viðskipta með vörur eða þjónustur, meiðyrða eða annars særandi á vefsíðum.

4. Hefji þriðji aðili málarekstur á hendur Passans vegna notkunar annars á þjónustunni ber notanda að verja Passann í slíkum málum og bæta það beina og óbeina tjón sem Passinn kann að verða fyrir vegna þess.

5. Passinn ber enga ábyrgð á töfum eða truflunum á gæðum þjónustunnar eða öðru tengdu vefnum vegna óviðráðanlegra atvika (force majeur), svo sem verkfalla, náttúruhamfara eða styrjalda.

6. Á vefnum er að finna tengla á aðra vefsíður. Passinn rekur ekki þær vefsíður né ræður efni þeirra og ábyrgist því ekki upplýsingar, vörur eða þjónustu sem þær veita. Passinn ábyrgist á engan hátt tjón sem notandi kann að verða fyrir af notkun þeirra.

7. Passinn ábyrgist ekki að vefurinn eða vefir sem vísað er í á síðunni, m.a. með tenglum, séu lausir við tölvuvírusa eða annað sem getur verið skaðlegt tölvum eða hugbúnaði. Notandi verður sjálfur að fyrirbyggja mögulegt tap að þessu leyti með nauðsynlegum vörnum, s.s. vírusvarnarforritum.

 

SKRÁNING, MEÐFERÐ OG VERNDUN PERSÓNUUPPLÝSINGA

1. Passinn meðhöndlar persónuupplýsingar í samræmi við lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

2. Passinn flokkast ekki til fjarskiptafyrirtækja og því eiga ákvæði fjarskiptalaga nr. 81/2003 ekki við.

3. Passinn skráir hvorki né geymir persónuupplýsingar um notanda umfram það sem nauðsynlegt er til að veita honum umbeðna þjónustu og ekki án þess að hafa fengið skriflegt og skýrt samþykki hans. Þegar ekki er lengur þörf á að geyma umræddar upplýsingar er þeim eytt.

4. Passinn áskilur sér þó rétt til að geyma og nota persónuupplýsingar hafi komið upp ágreiningsmál vegna misnotkunar á þjónustunni í því skyni að framfylgja skilmálum og koma í veg fyrir fyrir tæknileg vandamál á vefnum.

5. Passinn miðlar netfangi notanda ekki til þriðja aðila. En notandi heimilar Passanum sendinga á sig um vörur og þjónustur, frá þriðja aðila, sem hann hefur skráð sig fyrir á passinn.is.

6. Notanda er, óski hann þess, alltaf veittar upplýsingar um sig sjálfan sem vefurinn geymir og hvernig þær eru notaðar, hann getur síðan uppfært upplýsingarnar eða leiðrétt eftir þörfum.

7. Með fyrirvara um það sem að framan greinir getur notandi hvenær sem er farið fram á að upplýsingum um hann verði eytt, í heild eða að hluta til, hvort sem notandi hefur áður veitt sérstakt leyfi til að skrá og geyma þær eða ekki. Með sama hætti getur notandi stöðvað áframhald sendinga frá Passanum. Beiðnir þar að lútandi skulu sendar til þjónustustjóra á netfangið passinn@passinn.is. Upplýsingunum er þó aðeins eytt sé það tæknilega mögulegt án umfangsmikils kostnaðar og fyrirhafnar. Þannig kynnu t.a.m. upplýsingar að verða eftir í vara- og öryggisskrám í vörslu Passans eða samstarfsaðila þrátt fyrir að upplýsingunum hafi verið eytt í aðalkerfi og geymslusvæðum. Passinn skuldbindur sig til að nota hvorki slíkar upplýsingar né afhenda til þriðja aðila nema í þágu rannsóknar máls hjá lögreglu eða samkvæmt lögum, dómsúrskurði eða neyðarrétti.

8. Starfsmenn Passans eru bundnir skriflegum þagnareið.

9. Persónuupplýsingar verða ekki notaðar með öðrum hætti en greinir í skilmálum þessum án þess að hafa fengið fyrirfram skriflegt og skýrt samþykki notanda. Án slíks samþykkis er upplýsingunum ekki deilt til þriðja aðila né honum heimilað að skrá þær eða nota af vefnum enda sé hér ekki um að ræða aðila sem veitir tæknilega ráðgjöf eða þann sem krefst trúnaðarupplýsinganna í skjóli laga, í þágu rannsóknar máls hjá lögreglu, dómsúrskurðar eða neyðarréttar, svo sem lögregla eða ríkissaksóknari. Í síðarnefnda tilvikinu lætur Passinn notanda vita um leið og það er heimilt og mögulegt. Neyðarréttur gæti í einhverjum tilvikum verið fyrir hendi berist trúverðugar heimildir þess efnis að notandi kynni að verða skotspónn árása sem beindust gegn lífi, heilsu eða velferð hans.

10. Passinn gerir viðeigandi ráðstafanir til að vernda persónuupplýsingar, þar með talin persónuauðkenni, í samræmi við íslenska löggjöf og í samvinnu við íslensk stjórnvöld og sérfræðinga á tæknisviði. Þrátt fyrir slíkt kynni að vera mögulegt að brjótast gegnum öryggiskerfi Passans eða samstarfsaðila. Því miður getur Passinn ekki ábyrgst að óprúttnir komist yfir persónuupplýsingar með ólögmætum hætti og valdið skaða.

11. Passinn getur ekki ábyrgst að persónuupplýsingar komist ekki í hendur þeirra sem hafa komist yfir leynilegar aðgangsupplýsingar frá notanda sjálfum eða tölvubúnaði hans. Því er brýnt fyrir notendum að fara varlega með allar upplýsingar sem hægt er að misnota. Passinn biður notanda t.a.m. aldrei um aðgangsupplýsingar í síma eða með tölvupósti. Gruni notanda að aðgangsupplýsingar hans hafi komist í hendur óprúttinna aðila, er hann beðinn að hafa undir eins samband við þjónustustjóra Passinn á netfangið passinn@passinn.is, svo að unnt sé að loka fyrir aðgangi notanda á vefnum og tengja hann á vefinn með öðru aðgangsorði. Þá eru notendur hvattir að muna eftir því að skrá sig út af vefsíðum og loka Internetvafra eftir notkun til að fyrirbyggja að svona lagað geti átt sér stað.

12.Passinn kann að safna ópersónugreinanlegum upplýsingum í tengslum við notkun á vefnum til að vinna að bættri þjónustu vefsins. Upplýsingasöfnun næði til tölvubúnaðar, svæða sem heimsótt eru á vefnum og tengla sem valdir eru á vefinn. Þessum upplýsingum kunnum við að deila með þriðja aðila.

13. Passinn ber enga ábyrgð á skráningu og meðferð persónuupplýsinga á vefjum og vefsíðum sem eru ekki á vegum Passans en hægt er að tengjast gegnum tengla á eða eftir tilvísunum á vefnum. Notendur eru hvattir til að kynna sér stefnu þessara rekstaraðila um skráningu og meðferð persónuupplýsinga.

14. Vilji notandi gera athugasemdir við eða kvarta yfir skráningu og meðferð á persónuupplýsingum er hann vinsamlegast beðinn um að hafa samband við þjónustustjóra á netfangið passinn@passinn.is.

15. Við notum órekjanleg fótspor (e. cookies) til að bæta upplifun vef notenda. Passinn safnar ópersónugreinanlegum upplýsingum í tengslum við notkun gesta á vefnum. Upplýsingaöflunin nær til tölvubúnaðar, svæða sem heimsótt eru og tengla sem valdir eru. Þessum upplýsingum kann að vera deilt með þriðja aðila sem getur nýtt sér gögnin til að birta auglýsingar á vefsvæðum óskyldum passinn.is. Passinn notar m.a. Google Analytics greiningarverkfæri frá Google. Slík verkfæri safna upplýsingum nafnlaust og gefa skýrslur um þróun á vefsvæðum án þess að greint sé frá stökum gestum. Slík verkfæri geta notað sín eigin fótspor til að fylgjast með samskiptum gesta við vefsvæði. Þessi fótspor eru notuð til að geyma upplýsingar eins og um tíma heimsóknarinnar, hvort gesturinn hafði heimsótt vefsvæðið áður og hvaða vefsvæði vísaði gestinum á vefsíðuna. Passinn áskilur sér rétt til að birta notendum sínum miðaðar auglýsingar í gegnum endurmarkaðssetningarkerfi. Þær upplýsingar sem safnað er um notendur með slíkum hætti eru ekki rekjanlegar og ekki hýstar í gagnagrunni Passans. Þriðji aðili getur sjálfur séð um hýsingu upplýsinganna og um birtingu auglýsinga tengdum þeim. Upplýsingarnar eru skráðar með aðstoð fótspora. Fótspor er textabútur sem er sendur frá netþjónum vefsvæða og vistaður í vafra. Eins og flest vefsvæði og leitarvélar notast aðilar við fótspor til þess að bæta upplifun notenda og birta persónumiðaðar auglýsingar. Fótsporin eru órekjanleg. Ofangreindar upplýsingar hjálpa þriðja aðila að birta auglýsingar sem eiga við áhugamál notenda, stjórna því hversu oft þeir sjá tiltekna auglýsingu og mæla skilvirkni auglýsingaherferða.

 

NOTKUN Á VEFNUM

1. Notandi hefur leyfi til að nota vefinn og þá þjónustu sem þar er boðið upp á í samræmi við skilmála þessa og þær aðgangstakmarkanir sem vefurinn setur.

2. Ókeypis er að stofna aðgang að passinn.is fyrir neytendur en lögaðilar (fyrirtæki) greiða fyrir sína þjónustu. Sjá einnig Viðbótarskilmála fyrir fyrirtæki neðar í þessu skjali.

3. Passinn er milliliður í viðskiptum þeirra sem gefa eða selja vörur og þjónustu á vefsvæðinu passinn.is og þeirra sem kaupa þar vörur eða þjónustu. Passinn er ekki samábyrgt seljanda eða kaupanda vegna skyldna þeirra. Öll birt verð eru staðgreiðsluverð og með virðisaukaskatti.

4. Notandi má ekki með nokkrum hætti reyna að komast yfir trúnaðarupplýsingar um Passinn eða aðra notendur vefsins, eða upplýsingar sem rekja má beint til annars.

5. Stranglega er bannað að falsa nafn og persónuupplýsingar við skráningu inn á vefinn. Passinn áskilur sér rétt til að vinna náið með lögreglu við úrlausn slíkra mála, þ.m.t. að veita henni þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru.

6. Verði aðilar uppvísir að sviksamlegu athæfi við kaup eða sölu á passinn.is verður það tilkynnt til lögreglu.

7. Ef Passinn hefur rökstuddan grun eða fær ábendingar um að ólögleg þjónusta eða varningur sé boðinn til sölu á passinn.is verður það tilkynnt til lögreglu.

8. Fari lögreglan fram á að fá afhentar upplýsingar eða gögn í þágu rannsóknar máls, mun Passinn veita lögreglu þær upplýsingar sem krafist er.

9. Notandi má ekki grípa til neinna aðgerða sem kunna að grafa undan meðmælakerfi passinn.is. Passinn áskilur sér rétt til að loka aðgangi þeirra aðila sem uppvísir verða að slíku.

10. Leyfi til að nota vefinn og þjónustuna felur ekki á neinn hátt í sér framsal (license) höfundaréttar Passans á hugbúnaði sem finna má á eða í tengslum við passinn.is

11. Notandi má vista eða prenta út fyrir sjálfan sig eða sína nánustu almennar upplýsingar á vefnum svo og upplýsingar samfara þjónustunni, enda sé ekki um trúnaðarupplýsingar um Passann eða aðra notendur vefsins að ræða. Upplýsingar sem þannig eru vistaðar eða prentaðar, hvort sem um er að ræða í heild eða hluta, eru hér á eftir nefndar efnið.

12. Notandi má ekki dreifa efninu til annarra en sinna nánustu. Við eintakagerð og dreifingu verður notandi að gæta þess að efnið sé auðkennt vefnum og hver höfundur þess er. Notandi verður að virða rétt Passans til vörumerkja.

13. Notandi má ekki nota efnið með neinum hætti sem felur í sér skerðingu á heiðri eða sérkenni höfunda þess. Notandi má ekki heldur nýta sér efnið þannig að í því felist samkeppni við Passann, valdi rekstri Passans tjóni eða hafi í för með sér tilfinningalegan eða fjárhagslegan skaða fyrir aðra notendur vefsins.

14. Það sama og hér að framan greinir gildir um allar upplýsingar sem notandi nálgast á vefnum, líka þó að notandi hvorki visti þær né prenti.

15. Notandi verður að fá fyrirfram sérstakt, skriflegt og skýrt leyfi Passans sem eiganda höfundaréttar, og annarra sem eiga höfundarétt að þjónustunni að hluta til eða í heild, fyrir aðra notkun á vefnum og þjónustu hans en heimiluð er í skilmálum þessum.

 

KAUP Á ÞJÓNUSTU

1. Á passinn.is má finna reglur samkvæmt skilmálum þessum og leiðbeiningar um kaup og sölu á síðunni. Athygli notanda er vakin á því að sé þjónustan pöntuð á grundvelli umsóknar hans og í hans nafni ber notandi ábyrgð á greiðslum fyrir þjónustuna óháð því hvort hann sjálfur standi á bak við pöntunina eða ekki, enda hafi sá sem óskaði eftir þjónustunni fengið aðgangsupplýsingar frá notanda og þær gert honum kleift að óska eftir þjónustunni. Því er notanda, enn og aftur, bent á mikilvægi þess að vernda aðgangsupplýsingar að vefnum og fylgjast með því hvort nafn hans sé þar misnotað. Passinn mun leitast eftir að vara notendur við ef grunur leikur á því að þriðji aðili sé að panta þjónustu í annars nafni. Glatist aðgangsupplýsingar eða komist í hendur rangra aðila er notandi beðinn að tilkynna það tafarlaust svo unnt sé að koma í veg fyrir að misnotkun og gera notanda kleift að sækja áfram þjónustu á vefnum með nýjum aðgangsupplýsingum.

2. Passinn sendir notanda reikning fyrir kaup á þjónustunni samdægurs hafi þjónustan ekki þegar verið greidd með greiðslukorti, borguð fyrirfram eða annar greiðslumáti notaður. Gjalddagi reikninga er fyrsti dagur hvers mánaðar og eindagi er 7 dögum eftir gjalddaga. Notandi getur greitt hvenær sem er á tímabilinu frá gjalddaga til eindaga án dráttarvaxta en dragist greiðsla fram yfir eindaga greiðir notandi dráttarvexti frá gjalddaga til greiðsludags skv. III. kafla vaxtalaga nr. 38/2001. Kaupanda verður synjað um kaup á frekari þjónustu hafi hann verið í langvarandi vanskilum. Frá sama tíma er Passanum jafnframt heimilt að setja reikninga í innheimtu með tilheyrandi kostnaði fyrir notanda.

3. Kostnaður við auglýsingar á passinn.is er innheimtur með kröfu í heimabanka viðkomandi einstaklings eða fyrirtækis.

4. Hafi notandi athugasemdir við reikninga ber honum að láta Passann vita af því við fyrsta tækifæri, annars er litið á reikningana samþykkta. Almennt er hér talað um innan 30 daga frá því að reikningarnir eru sendir nema sérstakar aðstæður réttlæti töfina.

 

SYNJUN Á AÐGANGI

Passinn áskilur sér rétt til að takmarka eða loka fyrir aðgang að síðunni passinn.is ef grunur leikur á að notandi hafi orðið uppvís að einhverju af eftirtöldu:

1. Ef notandi nýtir sér þjónustu vefsins þrátt fyrir að uppfylla ekki kröfur 2. gr. skilmálanna.

2. Ef notandi verður uppvís af ítrekuðum svikum inn á passinn.is.

3. Ef notandi notar vefinn með ólögmætum og/eða ósiðlegum hætti.

4. Ef notandi, án heimildar, nálgast eða reynir að nálgast trúnaðarupplýsingar á vefnum eða í tengslum við passinn.is.

5. Ef notandi veldur skemmdum á vefnum og/eða þjónustunni eða sýnt er að notkun hans hefur almennt slæm áhrif á passinn.is og/eða þjónustuna.

6. Ef notandi veitir rangar upplýsingar sem eru til þess fallnar að hafa áhrif á þjónustuna sem honum er veitt á vefnum.

7. Ef notandi fer ekki eftir leiðbeiningum og reglum sem gilda um kaup á þjónustunni, einnig ef notandi (fyrirtæki) stendur ekki í skilum á keyptri þjónustu.

8. Ef notandi fer að öðru leyti ekki eftir skilmálum þessum um notkun á þjónustunni.

9. Öll brot gegn skilmálum þessum veita Passanum heimild til að loka á aðgang viðkomandi aðila.

 

VIÐBÓTARSKILMÁLAR VEGNA FYRIRTÆKJA

ALMENNT

1. Lögaðilum (fyrirtækjum) er heimilt að markaðssetja / auglýsa vörur og þjónustur frítt eða til sölu til neytanda á markaðstorginu passinn.is, en það er m.a. gert í formi passa og almennra auglýsinga á vef.

2. Þegar fyrirtæki hefur fyllt út skráningarform á passinn.is tekur að jafnaði 1 virkan dag að samþykkja skráninguna. Viðkomandi fyrirtæki fær staðfestingu á skráningu í tölvupósti og opnast þá fyrir útgáfu passa á vefnum. Passinn hefur rétt til að hafna umsóknum fyrirtækja án skýringa.

3. Verði breytingar á þeim upplýsingum sem fram koma við fyrstu skráningu fyrirtækis, ber fyrirtæki að uppfæra upplýsingarnar við fyrsta tækifæri. Er það gert til að tryggja að upplýsingar um viðskiptavini Passans séu réttar.

4. Fyrirtæki getur aðeins verið með einn notendaaðgang að passinn.is. Fyrir útgáfuþjónustu Passans á pössum greiða fyrirtæki fast mánaðargjald skv. verðskrá. Sjá nánar um kostnað í 5. Kafla hér að neðan.

5. Fyrir aðra markaðsþjónustur skal greiða samkvæmt verðskrá, sjá hér.

6. Passanum er heimilt að eyða notendaaðgangi fyrirtækis hafi það gerst brotlegt gegn notendaskilmálum Passans.

 

ÚTGÁFA PASSA OG AUGLÝSINGA

1. Í pössum fyrirtækis skal koma fram nafn/tegund, verð og afsláttur vöru eða þjónustu. Fyrirtæki skal leitast við að veita kaupendum eins skilmerkilegar og greinargóðar upplýsingar um vörur og þjónustur og og mögulegt er.

2. Passinn.is veitir fyrirtækjum upplýsingar um hve oft passi hefur verið skoðaður og notaður.

3. Fyrirtæki getur sett inn passa að vild, þó háð vali þeirra á þjónustuleið hverju sinni.

4.Að beiðni fyrirtækja getur Passinn veitt aðstoð með uppsetningu og innsetningu passa, t.d. veitt ráðgjöf um leitarorð, vörumyndir o.s.frv., og komið með tillögur að úrbótum. Passinn ber ekki ábyrgð á þeim úrbótum eða tillögum sem komið er fram með, né tryggir að sala muni fara fram. Passinn hefur rétt á að fara inn á aðgang fyrirtækis og breyta efni hafi verið óskað eftir því.

5.Allir passar skulu merktir á bakhlið með eftirfarandi texta: Þessi passi var gerður í markaðssetningar kerfinu passinn.is sem er í eigu Kynningarboða ehf.

6. Passinn getur á hvaða tímapunkti sem er eytt út auglýsingum sem standast ekki notendaskilmála Passans.

7. Um almennar auglýsingar á vef gilda allir almennir skilmálar.

8. Ekki er leyfilegt að auglýsa vörur eða þjónustur sem eru í beinni samkeppni við Passann, t.d. önnur markaðstorg.

9.Fyrirtæki er ekki leyfilegt að setja inn marga passa með sömu vöru eða þjónustu (spam).

 

ÁBYRGÐ

1. Fyrirtæki ber ábyrgð á auglýsingum sínum og þeim upplýsingum sem þar koma fram. Brjóti auglýsing í bága við skilmála Passinn eða landslög hefur Passinn rétt til að eyða auglýsingu. Standi efni til getur Passinn eytt viðkomandi fyrirtækjaaðgangi, og séu brot í bága við landslög, lagt fram kæru á hendur viðkomandi fyrirtæki. Þannig ber Passinn enga ábyrgð á auglýsingum fyrirtækja, þeim upplýsingum sem þar koma fram eða gæðum vara í auglýsingum.

2. Fyrirtæki ber ábyrgð á því að auglýsing þeirra brjóti ekki á rétti þriðja aðila.

3. Komi til brota vegna réttinda þriðja aðila skal fyrirtæki bæta tap Passans vegna þess með öllu, þ.á.m. vegna kostnaðar sem kann að koma til vegna utanaðkomandi ráðgjafar eða þjónustukaupa Passans gegn framvísun reiknings.

4. Passinn hefur heimild til að eyða út auglýsingum þar sem brotið er á rétti þriðja aðila eða brotið er gegn landslögum. Brjóti fyrirtæki ítrekað á rétti þriðja aðila og/eða gegn landslögum hefur Passinn heimild til að eyða aðgangi fyrirtækisins.

5. Allar auglýsingar sem brjóta í bága við landslög verða tilkynntar til lögreglu.

 

KVAÐIR

1. Við innsetningu auglýsingar gefur fyrirtæki Passanum rétt til að nýta það efni til markaðsstarfs í eigin þágu. Passinn getur þannig notað auglýsingu að hluta eða öllu leyti, þ.á.m. gögn, myndir og texta.

2. Afritun gagna, þ.á m. auglýsinga, er með öllu óheimil nema með leyfi Passans. Passinn er eigandi gagnagrunnsins og fellur hann undir höfundarréttarlög. Fyrirtæki skal ekki veita þriðja aðila aðgang að notendaaðgangi sínum án skriflegs samþykkis Passans.

 

KOSTNAÐUR OG ÁSKRIFT

1. Passinn rukkar mánaðarlegt gjald á fyrirtæki í markaðsþjónustu, neytendur nota vefinn frítt. Gjaldskrá er háð breytingum. Borgi fyrirtæki ekki mánaðarlegt gjald falla öll réttindi fyrirtækisins niður auk þess sem slökkt verður á vef og auglýsingum viðkomandi á passinn.is. Sjá verðskrá þjónustuleiða hér.

2. Vilji fyrirtæki segja upp áskrift skal gera það með skriflegum hætti fyrir 15. dags mánaðar. Uppsögn skal senda á netfangið sala@passinn.is og telst móttekin þegar staðfesting um móttöku berst sendanda.

3. Passinn sendir reikning fyrir mánaðargjaldi í tölvupósti, á það tölvupóstfang sem gefið er upp við nýskráningu fyrirtækis.

4. Hafi reikningur ekki verið greiddur innan 14 daga frá dagsetningu er hann sendur í innheimtu.

5. Athugasemdir vegna reikninga skulu sendast á netfangið sala@passinn.is innan 14 daga frá dagsetningu, að öðrum kosti telst reikningur réttur.

 

ANNAÐ

1. Passinn veitir fyrirtækjum þjónustu eftir bestu getu og tryggir aðgengi þeirra að markaðstorginu. Passinn ábyrgjast ekki að notkun fyrirtækis á þjónustu passinn.is stenst væntingar fyrirtækis eða að viðbrögð neytenda verði eftir markmiðum fyrirtækis.

2. Að lokinni áskrift getur fyrirtæki ekki lengur notað þjónustu Passans og hefur ekki aðgang að því að setja inn auglýsingar á vefinn. Þá hefur fyrirtæki ekki aðgang að því efni sem geymt er á notendaaðgangi fyrirtækisins. Fyrirtæki getur óskað eftir því að fá allt efni sitt tekið út og því eytt af vefnum.

3. Fyrirtæki ber sjálft ábyrgð á notendanafni sínu og lykilorði. Fyrirtæki er einnig ábyrgt fyrir allri notkun á þjónustu Passans. Vakni grunsemdir að þriðji aðili hafi komist yfir lykilorð eða notendanafn skal fyrirtæki láta þjónustuver Passans vita og gera viðeigandi varúðarráðstafanir, t.d. að breyta lykilorði.

4. Passinn safnar, geymir og notar upplýsingar um fyrirtæki og auglýsingar þeirra til að betrumbæta þjónustu sína og til að geta veitt fyrirtæki enn betri þjónustu er snýr að auglýsingum og notkun fyrirtækis á markaðstorgi Passinn.

5. Passanum er ekki skylt að veita aðrar upplýsingar um þjónustu en þá sem nýtist auglýsingum beint, t.d. er Passanum ekki skylt að veita upplýsingar sem tengjast notendahegðun almennra notenda.

6. Ekkert í þessum skilmálum takmarkar rétt fyrirtækis til að breyta eða uppfæra eigin auglýsingar, hvort sem um ræðir texta, myndir eða önnur gögn.

7. Að öðru leyti en hér greinir vísast til almennra notendaskilmála passinn.is.