Fyrirtækið okkar Kynningarboð ehf. var stofnað sérstaklega um það verkefnið að geta boðið fyrirtækjum uppá stafræn kort og miða, fyrir neytendur til að nota í snjallsímum. Og nú er það verkefni orðið að veruleika með opnum þessa vefs www.passinn.is

Hér eftir geta fyrirtæki gefið út passa í snjallsíma svo að viðskiptavinir þeirra geti notað og geymt afsláttarmiða, klippikort, aðgöngumiða, meðlimakort og gjafa-og búðarkort, o.s.frv. í símum sínum. Og notendum munu því aldrei aftur gleyma eða týna kortum og miðum sínum!

Og hér eftir vita fyrirtæki hverjir viðskiptavinir þeirra eru. Stafrænum pössum geta fyrirtæki líka dreift með margvíslegum hætti og eru gríðarlega umhverfisvænir!

Við erum mjög stolt af passakerfinu okkar og erum ánægð að geta sagt frá því að kerfið okkar er byggt á alþjóðlegum lausnum og er því hægt að nota það í hvaða landi sem er á jörðinni!

Við vitum að kerfið okkar mun spara þér tíma, orku, fé og tré!

Jón Jarl Þorgrímsson,
framkvæmdastjóri Kynningarboð ehf.