NÁNARI UPPLÝSINGAR

Fáðu hér nánari og ýtarlegri upplýsingar um hvernig passinn virkar og hvernig hann nýtist þínu fyrirtæki. Ef þú hefur einhverjar spurningar eða hefur áhuga á að vita meira eða vilt gefa út passa þá skaltu ekki hika við að senda okkur fyrirspurn á sala@passinn.is

HVAÐ ERU PASSAR?

Passar geta m.a. verið í formi Afsláttarmiða, sem t.d. er hægt að nota til að kynna vörur og þjónustu. Aðgöngumiða, sem t.d. er hægt að nota til að veita/selja aðgang að söfnum og tónleikum. Tryggðarkorta, sem t.d. er hægt að nota til að umbuna tryggum viðskiptavinum. Gjafa- & búðakorta, sem t.d. er hægt að nota sem hefðbundin gjafakort með inneign eða meðlimakorta, sem t.d. er hægt að nota fyrir klúbba og skóla. Þessi upptalning er bara sýnishorn af möguleikunum, en þeir eru ótakmarkaðir!

Vegna þess að passar eru rafræn undirrituð skjöl eru engin tvö skjöl eins, það gerir skjölin örugg og því er jafnframt hægt að nota passa við greiðslumiðlun!

Alla passa má birta FRÍTT á neytanda vefsíðu okkar. Hægt er að leita að pössum eftir: flokkum, tilboða tegund, passa tegund og útgefanda, ásamt mörgum öðrum.

Alla passa má geyma og nota á snjalltækjum, eins og snjallsímum og spjaldtölvum. Á iOS Apple tækjum með snjallveskis öppunum Wallet eða Passbook, á Android tækjum með t.d. snjallveskis appinu WalletPasses og á Windows tækjum með t.d. snjallveskisappinu Wallet Pass.

Hægt er að staðfesta eða merkja passa notaða, með því að skanna þá með sérstöku passa skanna staðfestingar appi eða með POS skanna kassakerfis útgefanda, sem ber þá saman við gagnagrunn okkar. Passinn mun verða tengdur við dk POS frá byrjun desember 2017.

Hver passi inniheldur ýmsar upplýsingar, t.d. nafn meðlims, gildi passans og strikamerki sem er sjáanlegt á „framhlið" hvers passa.

Aðrar gagnlegar og nauðsynlegar upplýsingar eru birtar á „bakhlið" viðkomandi passa, en þær er hægt að nálgast með því að smella á “i” táknið framan á passanum.

Passar geta einnig innihaldið upplýsingar sem ekki eru sýnilegar, eins og t.d. dagsetningar og staðsetningu útgefanda, sem hægt er að nota til að birta notandanum tengdar upplýsingar og auka þannig þjónustustig útgefandans.

Með passanum förum við með markaðssetningu á allt annað stig með því að fá bein viðbrögð og gera þau stafræn!

Ekki meiri óþarfa eyðsla á tíma, orku, fé og trjám!

AFSLÁTTAPASSAR

MIÐAPASSAR

KLIPPIPASSAR

GJAFAPASSAR

MEÐLIMAPASSAR

pössum er hægt að dreifa á EFTIRFARANDI hátt:

BEINT NIÐURHAL

SKANNA QR MERKI

TÖLVUPÓSTUR

SMS

SAMFÉLAGSMIÐLAR

PRENTUN

SNJALLVESKJAÖPP

FYRIR STAFRÆNA PASSA

NOTAÐU SNJALLVESKJAÖPP

Snjallveskja app (t.d. á snjallsíma) er stafrænt veski hugsað sem jafngildi gömlu sígildu leðurveskjanna sem allir, ganga með í vasa sínum eða í handtösku. Það er geymsla (traust hvelfing) til að vista/geyma stafræn „verðmæti" til staðfestingar. Þessi verðmæti veita aðgang að vörum, þjónustu eða stöðum.

STAFRÆN VERÐMÆTI GETA TIL DÆMIS VERIÐ

Persónutengd auðkenniskort eins og nafnskírteini eða sjúkratryggingakort, meðlimakort, greiðslukort, vildarkort, klippikort og svo framvegis.

Ópersónutengd aðgangskort og –miðar, eins og aðgangsmiðar í almenningssamgöngur eða að viðburðum, hótel lykilkort, gjafa- og búðakort, afsláttarmiðar og svo framvegis.

Alla passa er hægt að geyma í og framvísa frá „opnum" snjallveskja öppum, eins og WALLET eða PASSBOOK fyrir Apple tæki, WALLETPASSES fyrir Android tæki og WALLET PASS fyrir Windows tæki.

IOS

Á Apple tækjum, er einfaldast að nota öppin Wallet eða Passbook, sem eru þegar uppsett á tækjunum, til að geyma og framvísa pössum

Annað appið er nú þegar uppsett á tækinu

ANDROID

Á Android tækjum, hleður þú niður appinu WalletPasses frá Google Play Store til að geyma og framvísa pössum

WalletPasses (FRÍTT)

Sækja app

WINDOWS

Á Windows tækjum, hleður þú niður appinu Wallet Pass frá Microsoft Store til að geyma og framvísa pössum

Wallet Pass (EKKI FRÍTT)

Sækja app

Lífsferill passa

Ef þig vantar frekari upplýsingar, þá vinsamlegast ekki hika við að senda okkur fyrirspurn á: sala@passinn.is

AÐ SELJA PASSA

Auðvelt er að selja passa, t.d. að viðburðum, söfnum, leiksýningum o.fl., í passakerfinu. Í passakerfinu er einfaldlega valið að passinn skuli vera seldur, verð og hvaða greiðslugátt á að nota. Notandinn greiðir fyrir passann þegar hann er sóttur.

ATH: Passinn tekur enga þóknun af sölu passa!

Ef þú ert ekki þegar með samning við einhvern af neðantöldum aðilum er auðvelt og fljótlegt að fara inn á vefsíðu þeirra og skrá sig og fara strax að taka á móti greiðslum fyrir passa.

Greiðslugáttir í boði í dag:

Paypal - www.paypal.com
Paymill - www.paymill.com
Stripe - www.stripe.com

Markmið okkar er að tengjast íslenskri greiðslugátt eins fljótt og hægt er.

Bókhaldsupplýsingar

Útgefandi stofnar reikning í sínu bókhaldi undir nafninu "Seldir passar-ósótt". Við sölu á passa færist greidd fjárhæð á Debet eða kredit og seldur passi færist yfir í "Seldir passar - ósótt/ Kredit sala m/vsk". Sala telst ekki fara fram fyrr en vara eða þjónusta er afhent. Í bókum söluaðila myndast því safnreikningur/viðskiptareikningur, því seljandi skuldar viðkomandi aðila þar til hann hefur afhent vöruna eða þjónustuna. Stöðurnar verða að vera rekjanlegar og er sennilega best að halda utan um stöðuna á þessum reikningi með kennitölum.

Endilega kynnið ykkur vel þjónustu og gjöld greiðslugáttanna.

Passa Staðfestingar Appið

ÚTGEFENDUR GETA STAÐFEST PASSA

Passarnir notast við stafrænar undirskriftir til að verja útgefanda passans, en passa-staðfestarinn les undirskriftina. Þetta gerir útgefandanum kleift að staðfesta að passinn hafi verið gefinn út af honum og sé í gildi. Staðfestarinn býður uppá mismunandi aðferðir til að verja útgefendur passa allt eftir öryggiskröfum útgefandans.

SKANNAR ERU „STAÐFESTIR“

Aðeins staðfestir skannar geta framkvæmt net staðfestingar á pössum. Það þýðir að útgefandinn einn getur stjórnað því hverjir geta t.d. ógilt og innleyst passa. Staðfestingar skannar geta verið virkjaðir með því að skanna þar til gert strikamerki á lokaðri vefsíðu útgefandans hjá okkur.

TRAUST

Verndaðu starfsemi þína og viðskiptavild og treystu engum. Einungis útgefendur og starfsmenn þeirra geta stjórnað sínum pössum og afsláttum, þess vegna getur enginn annar nema þeir komið hér að.

STRIKAMERKI

Passa staðfestarinn skannar og les margar tegundir strikamerkja, eins og: QR-Code, PDF417 og Code 128, svo útgefendur geta skannað margvíslega snjallveskja passa.

STAÐFESTING ÁN NETTENGINGAR

Hægt er að staðfesta passa án nettengingar þar að leiðandi geta útgefendur alltaf tekið á móti pössum.